Viðskipti innlent

Bein útsending: Hraunflæðihermar og hönnun hraunvarna

Boði Logason skrifar
Á þriðja tug fyrirlestra og kynninga verða í boði í þremur fundasölum en dagskráin hefst klukkan 13. Hægt verður að fylgjast með útsendingum í spilara neðar í fréttinni.
Á þriðja tug fyrirlestra og kynninga verða í boði í þremur fundasölum en dagskráin hefst klukkan 13. Hægt verður að fylgjast með útsendingum í spilara neðar í fréttinni.

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í níunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu á í dag og verður í beinu streymi hér á Vísi. Útsendingin hefst kl. 13.00 með setningu Svönu Helen Björnsdóttur, formanns Verkfræðingafélags Íslands.

Á Degi verkfræðinnar verður sem fyrr fjölbreytt og spennandi dagskrá í boði og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundarsölum. Meðal erinda má nefna Hraunflæðihermar og hönnun hraunvarna, Hraunvarnagarðar við Svartsengi og Grindavík, Að hemja hraunið - áskoranir við framkvæmdir á nýjum hraunum, Jarðkönnun í Grindavík, Hermun í flutnings- og dreifikerfi raforku, Uppbygging hraðhleðslustöðva og Útreikningar á loftmengun - dæmi af Sundabraut.

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir deginum en markmiðið með honum er að kynna verkfræðina sem fag, verkefni og störf og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Teningurinn veittur

Á Degi verkfræðinnar verður Teningurinn einnig veittur en hann er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. Markmið Teningsins er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að. 

Viðurkenningin er veitt fyrir verkefnið í heild og er það eigandi (bakhjarl) verkefnisins sem hana hlýtur. Verkefni sem eru tilnefnd geta verið af ýmsum toga, til dæmis framkvæmdaverkefni, nýsköpunarverkefni, hugbúnaðarverkefni eða umbótaverkefni.

Hægt er að horfa á streymin frá deginum hér fyrir neðan:





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×