Viðskipti innlent

Við­skipti með bréf í Ocu­lis hefjast á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Prófessorarnir Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson eru stofnendur Oculis.
Prófessorarnir Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson eru stofnendur Oculis.

Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun.

Í tilkynningu frá Nasdaq Iceland segir að umsókn þessa efnis hafi verið samþykkt og verða bréfin tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Oculis á rætur sínar að rekja til Íslands og vinnur að þróun nýrra lyfja sem eru komin á stig klínískra rannsóknar til meðhöndlunar á alvarlegum augnsjúkdómum. Er gert ráð fyrir að fyrsta lyf félagsins geti verið komið á markað í Bandaríkjunum á seinni helmingi ársins 2025.

Með skráningu í Kauphöll verður félagið tvískráð, en það fór á markað í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári og er markaðsviði metið um sextíu milljarðar króna.

Stofnendur Oculis eru þeir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, og Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði. Félagið var stofnað árið 2003.


Tengdar fréttir

Ocu­lis að klára milljarða hluta­fjár­út­boð og á­formar skráningu í Kaup­höllina

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×