Sport

Tvær helstu stjörnur Ástralíu draga sig úr keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ashleigh Barty er efst á heimslistanum. Hún mun ekki taka þátt í opna bandaríska meistaramótinu í tennis.
Ashleigh Barty er efst á heimslistanum. Hún mun ekki taka þátt í opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Stefnt er að því að halda opna bandaríska meistaramótið í tennis í lok ágústmánaðar en mótið fer fram í New York að þessu sinni. Nokkuð er um forföll á mótinu en tvö stærstu nöfn Ástralíu innan tennisheimsins hafa dregið sig úr keppni.

Ashleigh Barty er sem stendur efst kvenna á heimslistanum en hún mun ekki taka þátt á mótinu sökum kórónufaraldursins. Alls hafa tæplega 158 þúsund Bandaríkjamenn látið lífið vegna faraldursins. Það er mest allra landa í heiminum.

Þá hefur Nick Kyrgios einnig dregið sig úr keppni en hann tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum nú um helgina. Kyrgios hefur verið þekktur fyrir slæma hegðun innan vallar en virðist þó skynsamari en margur þegar kemur að málefnum kórónufaraldursins.

Kyrgios er sem stendur í 40. sæti heimslistans.

Opna bandaríska meistaramótið fer fram 31. ágúst til 13. september. Þó nokkrar stjörnur munu mæta til leiks, þar má helst nefna Serenu Williams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×