Erlent

Veiran „ótrúlega útbreidd“ í Bandaríkjunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Deborah Birx leiðir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins.
Deborah Birx leiðir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins. Vísir/GEtty

Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, segir að kórónuveiran sé nú útbreiddari í Bandaríkjunum en hún var í upphafi faraldursins.

„Það sem er að gerast núna er öðruvísi en [það sem var að gerast] í mars og apríl. Hún [veiran] er ótrúlega útbreidd,“ sagði Birx í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN í dag.

Þá lagði Birx mikla áherslu á að Bandaríkjamenn fylgdu sóttvarnarreglum og bæru grímur á almannafæri.

„Þið sem búið á landsbyggðinni, þið eruð ekki ónæm eða með vernd gegn þessari veiru. […] Faraldurinn núna er frábrugðinn því sem áður var og er útbreiddari, bæði í sveit og borg,“ sagði Birx. Hluta úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Yfir 4,6 milljónir manna hafa núna greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Í það minnsta 154 þúsund Bandaríkjamanna hafa látist af völdum veirunnar.


Tengdar fréttir

Hyggjast byrja að bólu­setja í októ­ber

Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst.

Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis

Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×