Enski boltinn

Saka Liverpool um vanvirðingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamal Lewis mun að öllum líkindum leika með Norwich í ensku B-deildinni á næstu leiktíð en liðið féll úr deild þeirra bestu í ár.
Jamal Lewis mun að öllum líkindum leika með Norwich í ensku B-deildinni á næstu leiktíð en liðið féll úr deild þeirra bestu í ár. vísir/getty

Forráðamenn Norwich eru ekki sáttir við framkomu Liverpool er þeir reyndu að kaupa vinstri bakvörðinn Jamal Lewis.

Liverpool hafði mikinn áhuga á enska bakverðinum en var einungis tilbúið að borga átta milljónir punda, eða helminginn af því verði Norwich vildi fá.

Samkvæmt heimildum Eastern Daily Press voru Kanarífuglarnir að búa sig undir nýtt tilboð frá Liverpool er þeir tilkynntu þess í stað annan vinstri bakvörð, Kostas Tsimikas, frá Olympiakos.

Forráðamenn Norwich fannst boð Liverpool merki um vanvirðingu og voru ekki sáttir við þeirri framkomu en ekkert heyrðist svo meira frá Liverpool.

Lewis á að hafa snúið fyrr heim úr sumarfríi til þess að reyna fá skiptin í gegn en ekkert boð númer tvö kom frá ensku meisturunum sem fundu þess í stað annan bakvörð.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Watford, Stuart Webber, og annar stjórnarmaður, Zoe Ward, unnu áður fyrr hjá Liverpool og voru því enn svekktari hvernig þessi félagaskiptasaga endaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×