Lífið

Lygilegar samsæriskenningar í Hollywood

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margar mjög svo sérstakar samsæriskenningar. 
Margar mjög svo sérstakar samsæriskenningar. 

Í hlaðvarpsþættinum Teboðið með þeim Sunnevu Einars og Birtu Líf Ólafsdóttur ræða þær allt það sem á sér stað í hinum stóra heimi, Hollywood.

Í nýjasta þættinum ræddu þær samsæriskenningar sem þær hafa lesið um úr Hollywood. Sumar sögurnar eru lygilegar en aðrar gætu hreinlega verið sannar.

Meðal þeirra samsæriskenninga sem þær ræddu um eru til að mynda að söngkonan Beyonce sé í raun sjö árum eldri en hún segist vera og sé í raun móðir systur Solange.

Einnig kenninguna um að hún hafi ekki gengið með Blue Ivy þar sem nokkrar óléttumyndir af henni hafi verið mjög einkennilegar og eitthvað bogið við kúluna.

Einnig ræddu þær kenninguna um að söngkonan Arvil Levinge sé í raun leikkona þar sem alvöru söngkonan sé látin.

Sumir halda því fram að Stevie Wonder sé í raun ekki blindur þar sem hann fer mjög oft á körfuboltaleiki, hefur áhuga á ljósmyndun og greip eitt sinn hljóðnema sem var að falla til jarðar.

Fleiri kenningar á borð við að Megan Fox sé klón. Steve Jobs sé enn þá á lífi og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×