Lífið

Metmæting á tísku­sýningu út­skriftar­nema LHÍ

Lovísa Arnardóttir skrifar
Verk eftir Rubina Singh.
Verk eftir Rubina Singh. Mynd/Eygló Gísladóttir

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands fór fram í Hörpu í gær. Þar sýndu fatahönnuðir útskriftarverk sín. Verkin eru einstaklingsverkefni sem samanstanda af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda. Sýningarstjóri var Anna Clausen

Sex fatahönnuðir útskrifast af námsbrautinni að þessu sinni en það eru þau Andri Páll Halldórsson Dungal, 

Brynja Líf Haraldsdóttir, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir, Jóhanna María Sæberg, Rubina Singh og Sigurey Bára Reynisdóttir.

Verk eftir Sigurey Bára Reynisdóttir.Mynd/Eygló Gísladóttir

Í tilkynningu um sýninguna segir að gestir og aðstandendur hennar hafi verið í skýjunum með útkomuna. Aðsóknarmet var slegið á sýninguna í ár en hátt í 600 gestir sóttu hana og allt tókst vel til.

Verk eftir Jóhönnu Maríu Sæberg. Mynd/Eygló Gísladóttir

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands. 

Verk eftir Guðrúnu Ísafold Hilmarsdóttur. Mynd/Eygló Gísladóttir

Verk útskriftarnema verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu BA nema í hönnun og myndlist í Hafnarhúsi sem opnar 11. maí næstkomandi.

Verk eftir Brynju Líf Haraldsdóttur.Mynd/Eygló Gísladóttir
Verk eftir Andra Pál Halldórsson DungalMynd/Eygló Gísladóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×