Innlent

Anna Stein­sen nýr stjórnar­for­maður UN Wo­men

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nýkjörin stjórn UN Women.
Nýkjörin stjórn UN Women. Aðsend

Anna Steinsen var í dag kjörin nýr stjórnarformaður UN Women á Íslandi á aðalfundi félagsins. Hún tekur við stöðunni af Örnu Grímsdóttur lögfræðingi sem lætur af störfum eftir sex ára stjórnarformannssetu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women. Þar segir að Kristín Ögmunsdóttir hætti einnig stjórnarsetu eftir sex ára setu en hún hefur gengt stöðu gjaldkera. María Rún Bjarnadóttir og Sævar Helgi Bragason koma ný inn í stjórnina til tveggja ára.

Auk hinna nýkjörnu eru í stjórn Ólafur Elínarson varaformður, Árni Matthíasson gjaldkeri, Áslaug Eva Björnsdóttir, Ólafur Stephensen, Fida Abu Lebdeh, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Fönn Hallsdóttir. 

Á fundinum kom fram að söfnunartekjur UN Women á Íslandi, sem sendar voru til stuðnings verkefna á heimsvísu, voru tæplega 156 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er sjöunda árið í röð sem UN Women á Íslandi sendir hæsta fjárframlag allra þrettán landsnefndanna í kjarnasjóð UN Women óháð höfðatölu.

Segir í tilkynningunni að þetta beri vitni um meðvitund og vilja landsmanna til að bæta stöðu kvenna og jafnréttis um allan heim. Þá voru mánaðarlegir styrktaraðilar félagsins rúmlega 9.600 í lok árs og hafa aldrei verið fleiri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×