Erlent

Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skógareldar hafa logað víða um Evrópu síðustu vikur. 
Skógareldar hafa logað víða um Evrópu síðustu vikur.  Europa Press via AP

Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af samtökum vísindamanna sem kalla sig World Weather Attribution. Brennsla á jarðefnaeldsneyti gerði það einnig að verkum að hitabylgja sem gengið hefur yfir hluta Kína var fimmtíu sinnum líklegri til að eiga sér stað, segja skýrsluhöfundar.

Þeir halda því einnig fram að hitastigið í Evrópu í júlímánuði hafi verið tveimur og hálfri gráðu hærra en ella, vegna áhrifa mannsins á loftslagið. Hitabylgjan í Bandaríkjunum var að sögn vísindamannanna tveimur gráðum hærri og sú í Kína einni gráðu.

Julie Arrighi, einn skýrsluhöfunda, segir að menn verði að sætta sig við að hitabylgjur sem þessar séu komnar til að vera og bendir á að samfélög heimsins séu illa undirbúin til að takast á við slík veðurfyrirbrigði. Ríki heims verði að einhenda sér í að reisa byggingar sem þoli hita betur og koma sérstökum kælimiðstöðvum á laggirnar fyrir almenning. Þá er mælt með að fleiri trjám verði plantað í borgarlandi, sem hafi kælandi áhrif.

Vísindamennirnir benda á að mannkynið eigi aðeins engu að síður aðeins einn þátt í þessum öfgum í veðrinu, annað útskýrist af náttúrulegum veðrabreytingum.


Tengdar fréttir

Yfir þúsund börn flúðu sumar­búðir vegna gróður­elda

Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 

Hitinn ó­bæri­legur á göngu­leiðinni hjá Sturlu

Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni.

46 gráður á Ítalíu og varað við versnandi hitabylgju á norðurhveli jarðar

Skæð hita­bylgja herjar á­fram á fólk víða um heim og virðist lítið lát vera á hitanum. Al­þjóða­veður­fræði­stofnunin varar við því að hita­bylgjan færist í aukana á norður­hveli jarðar í þessari viku með hærri nætur­hita og meiri hættu á hjarta­á­föllum og dauðs­föllum.

Dauðs­föll­um vegn­a mik­ils hita fjölg­ar hratt

Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×