Viðskipti innlent

Stofn­endur Krónunnar og Bónuss hlut­hafar í nýrri verslun

Samúel Karl Ólason skrifar
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa.
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa. Vísir/Vilhelm

Eigendur Heimkaupa vinna að því að opna lágvöruverðsverslun á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Að bakvið verkefninu standa aðilar með mikla reynslu í opnun slíkra verslana eins og Jón Ásgeir Jóhannesson.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, segir að nýja lágvöruverslunin ekki vera undir merkjum Heimkaupa og að ekki sé hægt að segja frá því hvar fyrsta verslunin verði opnuð að svo stöddu. Nafn liggur sömuleiðis ekki fyrir.

Hún segir staðsetninguna þó góða og að forsvarsmenn fyrirtækisins séu opnir fyrir fleiri staðsetningum.

Gréta segir forsvarsmenn fyrirtækisins sjá tækifæri á þessum markaði, þar sem ákveðin stöðnun hafi ríkt um nokkuð skeið.

„Það er ekkert að frétta af markaðnum. Þarna eru búnir að vera þrír ráðandi aðilar á matvörumarkaði og allir í ágætis stöðu með góða rekstrarafkomu,“ segir Gréta.

í samtali við Mbl fyrr í dag sagði Gréta að álagning væri há á þessum markaði.

„Við sjáum tækifæri í því að fara þarna inn og hrista upp í markaðnum. Vinna hlutina á annan hátt. Koma með nýja nálgun á markaðinn.“

Jón Ásgeir Jóhannesson er einn af eigendum móðurfélags Heimkaupa og Gréta segir að reynsla hans af rekstri Bónus á sínum tíma muni koma sér frábærlega fyrir nýju verslunina. Þar að auki séu upprunalegir stofnendur Krónunnar einnig meðal eigenda félagsins.

„Þannig að ég er með stofnendur bæði Krónunnar og Bónus í hluthafahópnum mínum,“ segir Gréta. „Þar er gríðarleg reynsla.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×