Fótbolti

Vestramenn fengu góða jóla­gjöf

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Davíð Smári kom Vestra upp í deild þeirra Bestu í sumar.
Davíð Smári kom Vestra upp í deild þeirra Bestu í sumar. Skjáskot / Vestri

Vestri tilkynnti framlengingu á samningi þjálfarans Davíðs Smára Lamude til ársins 2025. 

Davíð Smári tók við liðinu fyrr á þessu ári og kom því upp í deild þeirra Bestu í gegnum umspil Lengjudeildarinnar þar sem Vestramenn lögðu Fjölni af velli og síðar Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Áður hafði Davíð þjálfað Kórdrengi árin 2017–22. 

Félagið hefur farið í metnaðarfullar fjárfestingar á velli sínum og mun leika á gervigrasi í fyrsta sinn á næsta ári. Fótbolti.net greindi reyndar frá því fyrr í vikunni að sá völlur væri snævi þakinn og gæti ekkert æft. 


Tengdar fréttir

Samúel á­nægður með á­kvörðun bæjar­stjórnar

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að flýta framkvæmdum á gervigrasvöllum bæjarins vegna sætis Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Samúel Samúelsson, formaður Vestra, er himinlifandi með tíðindin.

Truflar Davíð ekki að fólk efist um hann vegna for­­tíðar hans

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari liðs Vestra í fót­bolta sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deildinni í fyrsta sinn í sögunni, segir það ekki trufla sig að ein­hverjir séu ekki vissir með hann sökum for­tíðar hans. Hann hafi verið ungur og vit­laus á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×