Erlent

Kona grunuð um morð eftir að þrjú börn fundust látin í Bristol

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Konan hefur verið handtekin en dvelur á spítala eins og stendur.
Konan hefur verið handtekin en dvelur á spítala eins og stendur. AP/PA/Ben Birchal

Fjörutíu og tveggja ára gömul kona hefur verið handtekin grunuð um morð eftir að þrjú börn fundust látin á heimili í Bristol á Englandi.

Lögregla í Avon og Somerset fann börnin þegar lögregluþjónar fóru að heimilinu til að athuga með velferð barnanna. Börnin, sem eru sögð hafa verið ung að árum, voru úrskurðuð látin á vettvangi.

Sjálfstæðri nefnd um störf lögreglu (IPOC) hefur verið gert viðvart um málið þar sem lögreglu hafði fyrr í mánuðinum verið gert viðvart um aðstæður á heimilinu. Ekkert virðist hafa verið gert þá.

Yfirrannsóknarfulltrúin Vicks Hayward-Melen sagði lögregluna votta ástvinum barnana samúð sína og að þeim yrði tryggður stuðningur. Um einangrað tilvik væri að ræða.

Mark Shelford, yfirmaður lögreglunnar í Avon og Somerset sagði að spyrja þyrfti hvernig slíkur harmleikur hefði getað átt sér stað og hvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir hann. Dauði barnanna væri hörmulegur og áhrifanna myndi gæta í samfélaginu.

Engar upplýsingar liggja fyrir um það hvernig dauða barnanna bar að eða hvaða tengsl konan hafði við börnin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×