Lífið

Ís­land í fimmta sæti í veð­bönkum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sigurvegarar gærkvöldsins í Söngvakeppninni.
Sigurvegarar gærkvöldsins í Söngvakeppninni. Mynd/Mummi Lú

Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru.

Samkvæmt veðbankanum er framlag Úkraínu talið líklegast til að sigra keppnina. 

Á eftir þeim koma svo framlög Ítalíu, Króatíu og Belgíu á undan svo Íslandi.

Keppnin fer fram í Malmö í Svíþjóð í ár eftir að Loreen sigraði í annað sinn í fyrra með lag sitt Like a Tattoo. Þá var keppnin haldin í Liverpool í Bretlandi. 


Tengdar fréttir

Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin

Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 

Finnar eyða óvissunni og staðfesta þátttöku í Eurovision

Finnska ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision í Malmö í maí. Líkt og á Íslandi hefur verið talað við sniðgöngu keppninnar vegna þátttöku Ísraels. Þeirri óvissu hefur verið eytt í Finnlandi.

VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni

Fyrra undanúrslitakvöld söngvakeppnis Ríkisútvarpsins fór fram í kvöld. Flytjendurnir VÆB og Aníta komust áfram og keppa í úrslitum keppninnar þann 2. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×