Skoðun

Er eldra fólk ó­þarfi?

Ásdís Ólafsdóttir skrifar

Kona ein var sauðfjárbóndi til margra ára. Hún var út slitin og þreytt fór til læknis því hún fann svo til í hnjánum. „Ég skal bara segja þér góða mín að ef þú værir rolla væri löngu búið að slátra þér“.

Er þetta aðferðin sem væri hægt að beita til að hagræða í óþarfanum!

Hver á þá að taka 4. vaktina!

Sækja í leikskólann.

Vera til staðar á Starfsdögum skólanna.

Skutla og sækja í tómstundir.

Baka afmæliskökuna.

Taka vaktina þegar börnin eru lasin og þurfa að vera heima.

Ég er sannfærð um að margir ungir foreldrar gætu ekki tekið þátt í hinum kröfuharða vinnumarkaði án stuðnings þessa ósýnilega hóps sem fjármálaráðherrar vilja ekki vita af.

Og ég get ekki ímyndað mér hvernig ungir foreldrar sem hafa lítið eða ekkert bakland fara að því að ná endum saman, mæta löngum vinnudegi og öllum verkunum sem bíða heima og heiman.

Það er dýrmætt fyrir ömmur og afa að fá að vera með og taka þátt í dögum barna sinna og barnabarna. Það að hjálpast að er gæfa og sýnir að það er göfugt að gefa af sér.

Þessi ósýnilegi “óþarfi” hópur stefnir á í næstu kosningum til Alþingis að kjósa bara fólk sem hefur sýnilega gert eitthvað fyrir okkur.

Amma Ásdís á 4. Vaktinni 3 daga í viku 10 tíma á dag!

Höfundur er varaformaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×