Innlent

Ráðnar að­stoðar­menn nýrrar ríkis­stjórnar

Atli Ísleifsson skrifar
Anna Lísa Björnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Dagný Jónsdóttir.
Anna Lísa Björnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Dagný Jónsdóttir. Stjr

Anna Lísa Björnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Þá hefur verið gengið frá endurráðningu Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Dagnýjar Jónsdóttur sem aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar.

Frá þessu greinir á vef forsætisráðuneytisins

„Anna Lísa hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var áður samskipta- og viðburðastjóri VG. Hún stundaði meistaranám á árunum 2004-2006 við National Film & Television School í Bretlandi við framleiðslu kvikmynda. Hún var aðstoðarframleiðandi BBC á Íslandi á árunum 2006-2017 og framleiðandi hjá Sagafilm frá 2005-2006. Anna Lísa er einnig stofnandi Gley mér ei styrktarfélags og Sorgarmiðstöðvarinnar.

Áslaug María hefur verið aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar frá október 2023. Hún er með MSc-próf í vinnusálfræði frá Háskólanum í Hertfordshire í Bretlandi og BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hún m.a. sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði stafrænna mála og mannauðsmála, var borgarfulltrúi og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn auk þess að starfa sem sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu.

Dagný hefur verið aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar frá apríl 2022. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og hefur m.a. starfað sem sérfræðingur á upplýsinga- og kynningarsviði Kennarasambands Íslands, sem verkefnastjóri á kynningar- og markaðssviði Eimskips og sérfræðingur á markaðssviði Arion banka. Þá var hún þingmaður Framsóknarflokksins 2003-2007,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×