Erlent

Frum­varp um bann við TikTok sam­þykkt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Áformum Bandaríkjamanna hefur ekki bara verið mótmælt af kínverskum yfirvöldum.
Áformum Bandaríkjamanna hefur ekki bara verið mótmælt af kínverskum yfirvöldum. AP/Ted Shaffrey

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum.

Frumvarpið er hluti af umfangsmiklum aðgerða- og fjárveitingapakka sem kosið var um í fulltrúadeildinni í dag. Mál sem voru á dagskrá voru meðal annars hernaðarstuðningur við Úkraínu, Ísrael og Taívan ásamt refsiaðgerðum gegn Íran, Rússlandi og Kína.

Fyrir tveimur mánuðum samþykkti meirihluti fulltrúadeildarinnar sjálfstætt frumvarp um bann við TikTok en ráðamenn í Washington hafa lengi haft áhyggjur af tengslum ByteDance, kínverskra eigenda miðilsins, við Kommúnistaflokkinn í Kína. Kínverskir ráðamenn brugðust reiðir við þessum ætlunum Bandaríkjamanna og hafa meðal annars hótað að koma í veg fyrir söluna.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að hann myndi undirrita TikTok-frumvarpið yrði það samþykkt af þinginu. Hann segist vona að öldungadeildin verði fljót að afgreiða málið. Samkvæmt frumvarpinu hefði ByteDance allt að 360 daga til að selja TikTok.

Miðillinn er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og því ljóst að löggjöfin yrði stórt fjárhagslegt högg.


Tengdar fréttir

TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina

Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×