Lífið

Sló tvö Spotify-met með nýju plötunni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Swift tilkynnti á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar að ný plata kæmi út innan skamms. 
Swift tilkynnti á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar að ný plata kæmi út innan skamms.  EPA

Stórsöngkonan Taylor Swift gaf út plötuna The Tortured Poets Department á föstudaginn. Sama dag hlaut platan flestar hlustanir sem fengist hafa á einum degi á streymisveitunni Spotify auk þess sem söngkonan hlaut flestar hlustanir sem listamaður hefur fengið á einum degi í sögu streymisveitunnar.

Platan er hennar ellefta og inniheldur 31 lag. Swift hafði áður sagt aðdáendum sínum að á plötunni væru alls sextán lög og á föstudagsmorguninn birtist sextán laga plata á allar helstu streymisveitur. Nokkrum klukkustundum síðar bættust fimmtán lög óvænt við plötuna, aðdáendum til mikillar hamingju.

Sjá einnig: Kom öllum á óvart með fleiri lögum í nótt

Á X segir söngkonan plötuna vera safn nýrra laga sem endurspegla atburði, skoðanir og tilfinningar frá tímabili í lífi hennar sem var að hennar sögn bæði athyglisvert og sorglegt. Erlend slúðurblöð segja að stærsti innblástur söngkonunnar hafi verið fyrrverandi kærasti hennar, leikarinn Joe Alwyn, en þau voru kærustupar í sex ár. 

Swift hefur nú átt í ástarsambandi með NFL-leikmanninum Travis Kelce í tæplega hálft ár. Parið hefur látið vel hvort af öðru og er aldrei að vita hvort hann verði innblástur næstu plötu. 


Tengdar fréttir

Taylor Swift kemur að­dá­endum ræki­lega á ó­vart

Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×