Erlent

Spaðar Rauðu myllunnar hrundu til jarðar í nótt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Auk spaðanna hrundu nokkrir stafir til jarðar.
Auk spaðanna hrundu nokkrir stafir til jarðar. AP

Spaðarnir á hinni sögufrægu Rauðu myllu í París hrundu til jarðar í nótt. Ekki urðu slys á fólki og slökkvilið telur ekki hættu á að fleiri hlutar hússins hrynji. 

Franski ríkismiðillinn France24 hefur eftir slökkviliðinu í París að að ekki sé vitað hvers vegna spaðarnir gáfu sig. 

Talsmaður Rauðu myllunnar segir í samtali við miðilinn að sem betur fer hafi atvikið átt sér stað eftir lokun. „Í hverri viku tekur tækniteymi kabarettsins stöðuna á vindmyllunni og við síðustu skoðun var ekkert varhugavert að finna,“ sagði hann.

Hann segir þetta fyrsta skiptið sem slys af þessu tagi hafi orðið frá opnun Rauðu myllunnar, sem var árið 1889. Árið 1915 kviknaði í myllunni meðan framkvæmdir stóðu yfir, en níu ár tók að byggja hana upp á nýtt. 

Nokkrir mánuðir eru þar til Ólympíuleikarnir fara fram í borginni, en myllan er eitt vinsælasta kennileiti borgarinnar. 

Spaðarnir virðast eyðilagðir. AP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×