Handbolti

Sveinn í sigti Kolstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Jóhannsson hefur leikið tíu leiki fyrir íslenska landsliðið.
Sveinn Jóhannsson hefur leikið tíu leiki fyrir íslenska landsliðið. vísir/andri marinó

Svo gæti farið að þrír íslenskir handboltamenn leiki með norska ofurliðinu Kolstad á næsta tímabili.

Sigvaldi Guðjónsson er fyrirliði Kolstad og nýbúinn að gera langtíma samning við félagið. Þá hefur Benedikt Gunnar Óskarsson samið við Kolstad og gengur í raðir Noregsmeistaranna í sumar.

Þriðji Íslendingurinn gæti svo bæst í hópinn því samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur Kolstad áhuga á línumanninum Sveini Jóhannssyni sem leikur með Minden í Þýskalandi.

Sveinn, sem er 24 ára, gekk í raðir Minden í ársbyrjun 2023 og hefur leikið með liðinu í þýsku B-deildinni í vetur. Hann spilaði áður með SønderjyskE og Skjern í Danmörku og Fjölni og ÍR hér á landi.

Margar af skærustu stjörnum norska landsliðsins leika með Kolstad, þar á meðal Sander Sagosen. Liðið varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili og vann bikarkeppnina aftur í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×