Innlent

Trúnaðarsamtöl við for­sætis­ráð­herra lykil­at­riði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldur í viðtali við Heimi Má Pétursson. Felix á kantinum.
Baldur í viðtali við Heimi Má Pétursson. Felix á kantinum. RAX

Baldur Þórhallsson segir mjög mikilvægt að forseti Íslands líti yfir öxlina á þingheimi til að tryggja að þingið fari ekki fram úr sér. Þar séu einkasamtöl forseta og forsætisráðherra lykilatriði.

Þetta kom fram í máli Baldurs í Hörpu í morgun þegar hann skilaði inn framboði sínu til embættisins. Hann sagði atkvæðin nær þrjú þúsund og þætti vænt um hve mikil grasrót væri á bak við þann fjölda og ákall um framboðið alls staðar að af landinu.

Baldur sagði þá Felix vilja nýta sér dagskrárvald forseta til að ná raunverulegum árangri í einstaka málum eins og eru vörðuðu unga fólkið, geðheilbrigði og jafnréttismál.

Mikilvægt sé að forseti og forsætisráðherra geti átt trúnaðarsamtöl til dæmis ef mál koma upp þar sem virðist sem Alþingi ætli að takmarka tjáningarfrelsi eða takmarka mannréttindi með öðrum hætti. Eftirlitshlutverk forseta sé skýrt hvað þetta varði.


Tengdar fréttir

Verði ekki meðvirk frekar en Ólafur Ragnar

Katrín Jakobsdóttir segir að bakgrunnur hennar sem stjórnmálamaður muni frekar reynast henni styrkleiki en veikleiki eins og sumir hafi nefnt. Hún verði ekki meðvirk með kunningjum sínum úr stjórnmálum frekar en fyrri forsetar.

Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×