Fótbolti

Ís­lendingarnir á­berandi í jafn­tefli

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sævar Atli setti mark dagsins.
Sævar Atli setti mark dagsins. Vísir/Getty

Íslendingalið Lyngby berst áfram við fallið úr dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið gerði jafntefli í sex stiga leik síðdegis.

Lyngby mætti Velje á heimavelli í kvöld og lyktaði leiknum með 1-1 jafntefli. Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon skoraði markið eftir stoðsendingu Árbæingsins Kolbeins Finnsonar á 38. mínútu leiksins.

Framherjinn German Onugha jafnaði fyrir gestina strax í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Andri Lucas Guðjohnsen komst ekki á blað en hann er næst markahæstur í dönsku deildinni með ellefu mörk, einu á eftir Patrick Mortensen sem leikur með AGF.

Lyngby er með 26 stig, líkt og OB, sem á þó leik inni. Liðin eru rétt ofan fallsvæðisins en andstæðingur dagsins, Vejle, er í efra fallsætinu með 24 stig. Fallbaráttunni er því langt í frá lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×