Pepsi Max-deild kvenna

Pepsi Max-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: FH - Þór/KA 0-0 | Fjör en engin mörk í Krikanum

    FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Tækifærin til að skora voru svo sannarlega til staðar og Akureyringar fengu fleiri og betri færi í leiknum. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Snædís María Jörundsdóttir hársbreidd frá því að tryggja FH-ingum stigin þrjú þegar hún skaut í stöng.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Skiptir okkur svo ótrúlega miklu máli“

    Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð eftir sigur sín liðs gegn FH í Bestu deild kvenna í dag þar sem liðið fór langleiðina með að tryggja sér 2. sætið í deildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sif Atla­dóttir leggur skóna á hilluna

    Landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Hún hefur undanfarin ár spilað með Selfossi í Bestu deild kvenna en liðið er fallið niður í Lengjudeildina.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Eitthvað sem má alveg tala meira um“

    Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ekki sami sjarmi en stoltið mikið

    Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sjáðu sigur­mark Þór/KA í upp­bóta­tíma sem tryggði Val titilinn

    Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lán­lausu liði Breiða­bliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úr­­slita­­keppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fót­­bolta. Sigur­­mark Þór/KA kom í upp­­bóta­­tíma seinni hálf­­­leiks en úr­­slit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Ís­lands­­meistara­­titilinn, þriðja tíma­bilið í röð.

    Íslenski boltinn