Vísindi

Fréttamynd

Ætlaði ekki að verða þrí­tug og enn með sín brjóst

„Mér persónulega hefði ekki dottið í hug fyrir tíu árum að í erfðamengi mínu væri tifandi tímasprengja,“ segir Bergfríður Þóra Óttarsdóttir. Hún var 24 ára gömul þegar hún fékk að vita að hún væri arfberi íslensku BRCA 2 erfðabreytunnar, sem vegna krabbameinshættu styttir ævilengd arfberanna að meðaltali um sjö ár. Vitneskjan gaf henni tækifæri á því að gera ráðstafanir til að gangast undir brjóstnám og draga þannig verulega úr líkunum á brjóstakrabbameini.

Innlent
Fréttamynd

Gæti kvikugangur leitað undir Reykja­nes­bæ?

Grindavík liggur innan sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima.

Innlent
Fréttamynd

GIS-dagurinn

Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga.

Skoðun
Fréttamynd

Hlakkar alls ekki í Þor­valdi í kvöld

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að stutt sé í eldgos á Reykjanesi; það sé frekar spurning um klukkustundir en daga að hans mati. Þá er hann ekki þeirrar skoðunar að hann hafi verið of djarfur í greiningu sinni á atburðum síðustu daga. 

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort við ætlum að grípa inn í eða sitja hjá

Fjögur prósent Íslendinga eru með erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill að gripið verði inn í snemma, svo draga megi úr alvarleika sjúkdóma vegna breytileikans.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Lífs­nauð­syn­leg vit­neskja

Almenningi er boðið á fræðslufund í húsi Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni klukkan 5 í dag. Þar verða kynntar niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem sýnir að fjögur prósent Íslendinga eru með meðferðartæka erfðabreytileika sem eykur líkur á sjúkdómum svo sem krabbameinum og hjartasjúdómum og styttir lífslíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur prósent Ís­lendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífs­líkum

Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Opnunar­mál­stofa Þjóðar­spegilsins

Þjóðtrú og lífsviðhorf Íslendinga, stjórnarskrárbreytingar, líðan, kulnun og tíðahvörf á vinnumarkaði, kynbundið ofbeldi, samfélagsmiðlar, hvalveiðar og dýrarvernd, frjósemi og vinnumarkaður og lífsstílshagfræði er meðal þess sem verður til umfjöllunar á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspegilsins sem fram fer í Háskóla Íslands í dag og á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þungur róður

Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/).

Skoðun
Fréttamynd

„Hvalir fram­leiða ekki súr­efni“

Hafrannsóknarstofnun hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem stofnunin tekur ekki formlega afstöðu með eða á móti en gagnrýnir harðlega staðhæfingar í greinargerð með frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Lítt þekkt baktería or­sök fjölda­dauða fíla í Afríku

Vísindamenn telja sig mögulega hafa fundið svarið við því hvers vegna 350 fílar drápust í Botsvana árið 2020 og 35 í Simbabve. Fílarnir voru af báðum kynjum og á öllum aldri og sumir gengu í marga hringi áður en þeir féllu skyndilega niður.

Erlent
Fréttamynd

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa komist að því hvers vegna heila­frumurnar deyja

Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu telja sig hafa komist að því af hverju heilafrumur deyja í Alzheimersjúklingum. Dauði heilafrumanna hefur verið ráðgáta í marga áratugi en vonir eru bundnar við að uppgötvunin greiði fyrir þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum.

Erlent
Fréttamynd

Mögu­leg vatna­ver­öld með kol­efnis­sam­böndum í lofti

Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni.

Erlent