Noregur

Fréttamynd

Tveir blaðamenn hljóta friðar­verð­laun Nóbels

Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnar­myndunar­við­ræður í fullum gangi í Noregi

Þrír flokkra af vinstri væng og miðju norskra stjórnmála koma saman til síns fyrsta fundar til að ræða mögulega stjórnarmyndun í dag. Framtíð olíuiðnaðarins, skattamál og samskiptin við Evrópusambandið eru talin helstu ágreiningsmál flokkanna.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingur á leið á norska Stórþingið

Rauði flokkurinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum vann stórsigur í þingkosningunum í Noregi í gær. Flokkurinn fékk átta menn kjörna en fékk einn í síðustu kosningum. Meðal þeirra sem var kosinn í gær er hálfíslenskur karlmaður búsettur í Stafangri.

Innlent
Fréttamynd

Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“

Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur.

Erlent
Fréttamynd

Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg

Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni.

Erlent
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Norska lögreglan skaut mann til bana

Lögreglumenn skutu mann til bana fyrir utan veitingahús í Sarpsborg í suðaustanverðum Noregi í morgun. Ekki hefur komið fram hver maðurinn var né hvers vegna lögreglan skaut hann.

Erlent
Fréttamynd

Breivik sækist eftir reynslulausn

Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins fer hörðum orðum um Pál Hreins­son

Carl Bau­den­bacher, fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins, fer afar hörðum orðum um eftir­mann sinn Pál Hreins­son í að­sendri grein sem birtist í Morgun­blaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálf­stæði sínu, hafi hann ein­hvern tíma verið sjálf­stæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjá­verkum fyrir ís­lenska for­sætis­ráðu­neytið“.

Erlent
Fréttamynd

„Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu“

Ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda til að merkja myndir sem búið er að eiga við eru skrýtin að mati áhrifavalds. Hún segir rökréttara að fræða ungt fólk um skaðsemi samfélagsmiðla og veltir því fyrir sér hvers vegna lögin taki einungis til áhrifavalda.

Innlent