Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Að­gangur að námi hefur á­hrif á bú­setu­frelsi

Skólastarf hefur haft áhrif á þróun samfélaga um aldir og mun gera það um ókomin ár eins og endurspeglast í menntastefnu til 2030, en þar segir „Menntun er lykill að tækifærum framtíðar og eitt helsta hreyfiafl samfélaga og velsældar mannkyns.“ Þannig má álykta að samkeppnishæfni þjóða byggi á menntun og sama á við um samkeppnishæfni landshluta.

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­rýn­a að sjálf­stæð­ir há­skól­ar fái um­tals­vert minn­a en op­in­ber­ir há­skól­ar

Samtök iðnaðarins gagnrýna að sjálfstæðir háskólar fái mun minna en 75 prósent af þeirri fjárhæðir sem ríkið greiðir til opinberra háskóla fyrir sama árangur í kennslu, rannsóknum og samfélagshlutverki. Hlutfallið er lægra en 75 prósent, sem háskólaráðuneytið hefur sagt að sjálfstæðu háskólarnir fái, því húsnæðiskostnaður er haldið fyrir utan nýtt reiknilíkan.

Innherji
Fréttamynd

Falskar ástir (ekki Flóna-lagið)

Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum.

Skoðun
Fréttamynd

Sí­fellt fleiri börn sem þurfa stuðning í grunn­skólum

Kostnaður vegna stuðningsþjónustu við börn í grunnskólum hefur vaxið mun meira en kostnaður við að fjölga kennurum samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar á þróun reksturs grunnskóla frá 1996 til 2022. Ráðgjafi segir gríðarlega aukningu í fjölgun stöðugilda vegna stuðningsfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­fé­lags­ráð­gjöf – til hvers?

Undanfarin ár hefur Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa innan Félagsráðgjafarfélags Íslands bent á mikilvægi þess að starf skólafélagsráðgjafa verði lögbundið. Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur til þingsályktunar um ráðningu þeirra í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og nú síðast á 153. löggjafarþingi 2022-2023 sem því miður hlaut ekki brautargengi.

Skoðun
Fréttamynd

Út­skrifaðist með áttundu há­skóla­gráðuna 74 ára gömul

Kristín Thorberg útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Kristín fagnar 75 ára afmæli sínu á næstunni og lögfræðigráðan var hennar áttunda háskólagráða. Hún er hvergi nærri hætt.

Innlent
Fréttamynd

Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frí­stunda­heimili

Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. 

Innlent
Fréttamynd

Skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt

Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa sent HÍ kröfu um endur­greiðslu aftur til 2014

Stúdenta­ráð Há­skóla Ís­lands krefst þess að há­skólinn endur­greiði skráningar­gjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nem­endum undan­farin ár. Skoða þurfi hve langt aftur krafan nái en hún nái nokkur ár aftur í tímann. Full­trúi Vöku, í minni­hluta í Stúdenta­ráði segist efast um að endur­greiðsla sé það besta fyrir stúdenta.

Innlent
Fréttamynd

Reynsla mín af gervi­greind í mennta­skóla­kennslu

Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

Af dyggða­skreytingu Reykja­víkur­borgar

Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir.

Skoðun
Fréttamynd

En þori ég, vil ég, get ég?

Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu.

Skoðun
Fréttamynd

Per­sónu­vernd og skóla­mál

Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varan­legan skaða

Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af.

Innlent
Fréttamynd

Skólarnir

Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum.

Skoðun
Fréttamynd

Að skera vín­ber með sveðju

Nýlega hafa viðtöl við Þorgrím Þráinsson og Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, fengið verðskuldaða athygli þar sem þeir lýsa báðir yfir áhyggjum af stöðu ungmenna. Ég get tekið undir áhyggjur af minnkandi orðaforða, þrautseigju, skorti á félagsfærni o.fl. en þegar þeir leggja til leið til að leysa vandann þá verð ég hugsi. 

Skoðun