Dýraheilbrigði

Fréttamynd

Kálfurinn dreginn úr móður­kviði nánast full­vaxta

Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er bara í­trekað eitt­hvað að klikka hjá þeim“

Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk ekkert nema já­kvæð við­brögð þegar hún kynnti á­kvörðunina

Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. 

Innlent
Fréttamynd

Bjargaðu skjaldbökum með maskarakaupunum þínum

Sænska snyrtivörumerkið Sweed Beauty er þekkt fyrir vegan vörur og stuðning sinn við umhverfismál. Merkið hóf göngu sína með léttustu og náttúrulegustu augnhárunum á markaðnum og er nú hvað þekktast fyrir augnháraserum sem er án allra skaðlegra efna, og margverðlaunaða maskarann Lash Lift.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Lofts­son

Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. 

Innlent
Fréttamynd

True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns

Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð

Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum

Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís greinir frá á­kvörðun um hval­veiðar á Egils­stöðum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Fundu Kodda mjög hræddan á þaki bruna­rústanna

Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur.

Innlent
Fréttamynd

Á­minning um að plastið drepi

Yfir­fullar rusla­tunnur og matar­af­gangar eru sér­stak­lega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álfta­nesi er á­minning til allra um að ganga vel frá úr­gangi og að minnka notkun á ó­þarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lög­reglu og bæjar­yfir­völd í Garða­bæ vita af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Kæra bónda fyrir flutning á dráttar­vél

Matvælastofnun hefur kært flutning á dráttarvél frá riðusvæði á Norðurlandi vestra til riðulauss svæðis á Vesturlandi fyrr í sumar til lögreglu. Að sögn stofnunarinnar fór flutningurinn fram án lögbundinna þrifa og sótthreinsunar og án samþykkis héraðsdýralæknis.

Innlent
Fréttamynd

Um blóðtökur úr fylfullum hryssum

Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er.

Skoðun
Fréttamynd

Hunda­dauðinn kominn á borð lög­reglu

Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist

Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur.

Innlent