Dýraheilbrigði

Fréttamynd

Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni

Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 

Innlent
Fréttamynd

Straum­hvörf fyrir sauð­fjár­bændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu.

Skoðun
Fréttamynd

Breyta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjársstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Á­fall í kjöl­far riðu

Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Léttir að þessum kafla sé lokið

Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa.

Innlent
Fréttamynd

Urðunar­staður fundinn en verður haldið leyndum í bili

Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för.

Innlent
Fréttamynd

Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína

Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er komið gott og það eru allir á því“

Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum.

Innlent
Fréttamynd

Ljós við enda ganganna en niður­skurður eina leiðin eins og er

Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Skera niður á morgun

Fé frá Syðri-Urriðaá verður fellt á morgun, þar sem búið er að leysa förgunarvanda sem varð til þess að ekki var hægt að hefja niðurskurð í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum

Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi.

Innlent
Fréttamynd

Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu

Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arf­gerð gegn riðu

Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 

Innlent
Fréttamynd

Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi

Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Skera niður allt fé á öðrum bæ í Mið­firði

Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður.

Innlent
Fréttamynd

Líkleg riða á öðru stóru býli

Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Breytum vörn í sókn!

Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar

Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum.

Innlent
Fréttamynd

Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís

Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 

Innlent
Fréttamynd

Þriðja dauða kýrin fannst á Suðurlandi

Dauð kýr fannst á strönd við árósa Markarfljóts í gær. Þetta er þriðja dauða kýrin sem finnst á Suðurlandi síðustu tvo daga. Héraðsdýralæknir segir ljóst að þetta verklag sé ekki samkvæmt reglunum og það sé því miður of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist.

Innlent
Fréttamynd

Krufningu lokið og kæra líkleg

Krufningu fimm kettlinga, sem fundust dauðir í læk á Eskifirði í byrjun mars, er lokið og líklegt er að Matvælastofnun kæri málið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi sjúk­dómur endar alltaf með dauða“

Vinna er hafin við að slátra öllu fé frá bænum Bergsstöðum í Miðfirði en þar kom upp staðfest tilfelli riðu síðastliðin mánudag. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkið tímafrekt enda smithætta mikil.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf skelfi­legt en verst á þessum árs­tíma

Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi sam­býlis­hvalur Keiko er dauður

Háhyrningurinn Kiska, sem deildi tanki með Keiko þegar þeir dvöldu hér á landi, er dauður, 47 ára að aldri. Hann var oft þekktur sem „Mest einmana hvalur í heimi“ en Kiska bjó ein frá því árið 2011 til hennar dauðdaga.

Erlent
Fréttamynd

Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi

Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. 

Innlent