Félagasamtök

Fréttamynd

Barna­heill og Bar­bie vald­efla stúlkur um allan heim

Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin.

Skoðun
Fréttamynd

Rauði krossinn sekur um kyn­bundna mis­munun

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert grín að ætla að safna 36 milljónum

Sumarbúðirnar við Vatnaskóg fagna hundrað ára afmæli sínu í ár og hafa óteljandi börn notið dvalar þar á ári hverju. Nói Pétur Ásdísarson Guðnason er eitt þeirra en hann segir gleðistundirnar tengdar staðnum óteljandi. Sem þakklætisvott setti hann á stofn söfnunarátak til þess að viðhalda starfseminni og heitir á hvern þann sem deilt geti góðri upplifun að leggja málefninu lið. 

Lífið
Fréttamynd

Gylfi Þór aflar fjár fyrir Rauða krossinn

Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ný stjórn FKA Framtíðar kjörin

Ný stjórn FKA framtíðar, sem er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, var kosin á aðalfundi deildarinnar á dögunum. Kosið er til tveggja ára í senn. Markmið deildarinnar er að vera stuðningsnet og stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun fyrir konur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snarpur við­snúningur í rekstri Sið­menntar eigi sér eðli­legar skýringar

Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. 

Innlent
Fréttamynd

Friðurinn úti hjá MÍR

Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug.

Innlent
Fréttamynd

Anna Hildur endur­kjörin for­maður SÁÁ

Anna Hildur Guð­munds­dóttir var endur­kjörin for­maður SÁÁ á fundi aðal­stjórnar sam­takanna að loknum aðal­fundi sem haldinn var 2. maí. Þráinn Farest­veit var endur­kjörinn vara­for­maður og Gróa Ás­geirs­dóttir ritari.

Innlent
Fréttamynd

Jóna Fann­ey tekur við for­mennsku af Frið­riki

Jóna Fanney Friðriksdóttir var í gær kosin nýr formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna en hún hafði betur gegn sitjandi formanni, Friðriki Rafnssyni, í formannskjöri á aðalfundi félagsins í gær. Friðrik hafði gegnt embættinu síðastliðin tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

MÍR dregur saman seglin eftir sjö­tíu ára starf

Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Anna Stein­sen nýr stjórnar­for­maður UN Wo­men

Anna Steinsen var í dag kjörin nýr stjórnarformaður UN Women á Íslandi á aðalfundi félagsins. Hún tekur við stöðunni af Örnu Grímsdóttur lögfræðingi sem lætur af störfum eftir sex ára stjórnarformannssetu. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að standa saman að bættum kjörum fanga

Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum.

Skoðun
Fréttamynd

Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum

Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 

Innlent
Fréttamynd

„Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“

Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni.

Innlent
Fréttamynd

Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni

Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu.

Skoðun
Fréttamynd

Finnbjörn býður sig fram til forseta ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, gefur kost á sér til forseta ASÍ á framhaldsþingi helgina 27.-28. apríl. Kristján Þórður Snæbjarnarson ætlar að stíga til hliðar úr forsetastól en gefur kost á sér í embætti fyrsta varaforseta.

Innlent