Spænski boltinn

Fréttamynd

Málaliðarnir frá Madrid

Óánægja þeirra 3.000 stuðningsmanna Real Madrid sem fóru með liðinu til Tórínó til að fylgjast með leik Juventus og Real var svo mikil eftir leikinn að þeir flýttu sér sem mest þeir máttu út á flugvöll til að hreyta meiningum sínum í leikmenn og stjórnarmenn liðsins sem héldu þangað strax eftir tapið gegn Ítölunum.

Sport
Fréttamynd

Vallarvörður ekki sekur

Chelsea hafa lýst yfir ánægu sinni yfir því að vallarvörðurinn, sem Samuel Etoo ásakaði um að hafa kallað að sér niðrandi orð um kynþátt sinn, sé saklaus.

Sport
Fréttamynd

Vilja ekki auglýsingu á treyjurnar

Forseti spænska fótboltaliðsins Barcelona, Juan Laporta, segir að félagið ætli í lengstu lög að reyna að komast hjá því að spila með auglýsingu á keppnistreyjum liðsins þrátt fyrir að stjórn félagsins hafi heimilað það. Flest knattspyrnulið heims hafa fjármagnað kaup á leikmönnum með því að semja um auglýsingar á keppnistreyjum sínum.

Sport
Fréttamynd

Beckham tæpur

Óvíst er hvort David Beckham getur leikið með Real Madrid í síðari leik liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag

Sport
Fréttamynd

Barcelona nær átta stiga forskoti

Barcelona náði í gærkvöldi átta stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Osasuna á útivelli 1-0. Það var Samuel Eto´o sem skoraði sigurmarkið í leiknum á fertugustu mínútu. Erkifjendurnir í Real Madrid er í öðru sæti með 54 stig en liðið gerði jafntefli, 1-1, við Valencia á Mestalla, heimavelli Valencia.

Sport
Fréttamynd

Marquez ekki með gegn Chelsea

Mexíkaninn Rafael Marquez verður ekki með Barcelona þegar liðið sækir Chelsea heim í síðari leik 16-liða úrslita meistaradeildar Evrópu sem fram fer í vikunni. Hins vegar verður franski kantmaðurinn Ludovic Giuly í leikmannahópi liðsins en talið var að hann yrði ekki búinn að jafna sig af meiðslum sínum í tæka tíð.

Sport
Fréttamynd

Owen í byrjunarliðinu á ný

Michael Owen var í byrjunarliði Real Madrid er liðið vann Real Betis í gær. Owen þakkaði pent fyrir sig og skoraði fyrsta mark leiksins sem setti tóninn fyrir Madrid-liðið.

Sport
Fréttamynd

Carlos spilar sinn 300. leik

Roberto Carlos spilar sinn 300. leik í La Liga fyrir Real Madrid í kvöld er liðið mætir Real Betis á Santiago Bernabéu. Carlos hefur spilað 35 leiki að meðaltali af þeim 38 sem eru á hverju tímabili á þeim níu árum sem hann hefur spila með Madrid, en hann kom frá Inter Milan árið 1996.

Sport
Fréttamynd

Barcelona náði níu stiga forystu

Barcelona náði í gærkvöldi níu stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Katalóníuliðin Barcelona og Espanyol gerðu markalaust jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Woodgate frá út tímabilið

Jonathan Woodgate, leikmaður Real Madrid, mun að öllum líkindum missa af því sem eftir er af tímabilinu samkvæmt íþróttadeild BBC.

Sport
Fréttamynd

Woodgatge frá út tímabilið

Jonathan Woodgate mun missa af því sem eftir er af tímabilinu með Real Madrid vegna meiðsla, en þessi 25-ára gamli varnarmaður hefur enn ekki spilað leik fyrir spænsku risana eftir 13,4 milljón punda söluna frá Newcastle síðastliðið sumar.

Sport
Fréttamynd

Barcelona með átta stiga forystu

Barcelona er með átta stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar. Liðið er með 58 stig í efsta sæti en erkifjendurnir Real Madrid í öðru sæti með 50. Sevilla er hins vegar í þriðja sæti með 42 stig eftir jafntefli við Racing Santander, 2-2.

Sport
Fréttamynd

Barcelona jók forskotið

Barcelona jók forskot sitt í átta stig í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona gerði jafntefli við botnlið Numancia, 1-1, en Real Madrid tapaði fyrir Deportivo í Coruna, 2-0. Barcelona hefur 58 stig í efsta sæti en Real Madrid er í 2. sæti með 50 stig.

Sport
Fréttamynd

Ranieri rekinn frá Valencia

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri spænska liðsins Valencia, var látinn taka poka sinn eftir aðeins 8 mánaða dvöl hjá liðinu.

Sport
Fréttamynd

Souness vill fá Owen

Michael Owen er sagður vera í sigtinu hjá Graeme Souness, knattspyrnustjóra Newcastle, og er talið að hann muni reyna allt hvað hann getur til að lokka Owen aftur til Englands.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Albacete rekinn

Jose Gonzales, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Albacete, var rekinn um helgina þegar liðið tapaði fyrir botnliði Numancia. Albacete er í þriðja neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en fjögur neðstu liðin á Spáni hafa öll rekið þjálfara sína.

Sport
Fréttamynd

Barcelona með sjö stiga forystu

Barcelona hefur sjö stiga forystu á Real Madrid eftir leiki helgarinnar á Spáni. Barcelona er með 57 stig í fyrsta sæti en Real Madrid er í öðru sæti með 50 stig.

Sport
Fréttamynd

Cruz Beckham fæddur

Enski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu David Beckham og kona hans Victoria eignuðust sitt þrðja barn í morgun og reyndist það vera drengur. Drengurinn fæddist í Madrid á Spáni kl. 9.40 að íslenskum tíma í morgun og hefur hlotið nafnið Cruz.

Sport
Fréttamynd

Woodgate ekki meira með

Ólíklegt er að varnarmaðurinn enski, Jonathan Woodgate, sem Real Madrid keypti á stórfé í sumar, geti leikið með liðinu á þessu tímabili. Woodgate hefur átt við þrálát meiðsli í vinstra læri að stríða og nýleg skoðun leiddi í ljós að nánast útilokað er að hann klæðist treyju Madríd á þessu tímabili.

Sport
Fréttamynd

Chelsea á eftir Joaquin

Jose Mourinho hefur staðfest að Chelsea hafa talað við Real Betis um hugsanleg kaup á Jouqin, og sagði að félagið myndi hugsanlega kaupa kantmanninn í sumar.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo sektaður

Stjórn Real Madrid hefur sektað Ronaldo fyrir að mæta seint á æfingu á miðvikudaginn.

Sport
Fréttamynd

Barcelona náði sjö stiga forystu

Barcelona náði í gærkvöldi sjö stiga forystu í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Real Zaragosa, 4-1, á útivelli. Valencia, sem vermir þriðja sætið með 38 stig, fór illa að ráði sínu á heimavelli þegar liðið beið lægri hlut fyrir Deportivo, 2-1.

Sport
Fréttamynd

Owen leiðist á bekknum

Enski framherjinn Michael Owen er orðinn leiður á því að verma varamannabekkinn hjá spænska stórliðinu Real Madrid og segir það ekki vera uppbyggilegt fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Tyrki á leið til CSKA Moskvu

Tyrkneski framherjinn Nihat Kahveci, sem leikur með spænska liðinu Real Sociedad gæti verið á leið til rússneska liðsins CSKA Moskvu en samkvæmt rússneskum fjölmiðlum á hann aðeins eftir að komast að samkomulagi við félagið um laun.

Sport
Fréttamynd

Henke byrjaður að æfa á ný

Sænski framherjinn Henrik Larsson, sem leikur með Barcelona, er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hann sleit krossbönd á hné fyrir jól.

Sport
Fréttamynd

Rijkaard rólegur eftir tapið

Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, hafði litlar áhyggjur þó svo að liðið tapaði gegn Atletico Madrid, 2-0, um helgina.

Sport
Fréttamynd

Forysta Barcelona minnkar

Forysta Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu minnkaði um þrjú stig þegar liðið tapaði óvænt fyrir Atletico Madrid, 2-0, í Madrid í gær.

Sport