Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þétt setið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Reyndi að flýja eftir líkams­á­rás

Lögregla hafði uppi á gerendum líkamsárásar í nótt sem tilkynnt var um í miðborg Reykjavíkur en einn þeirra reyndi að flýja vettvang. Voru þeir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Einn var vistaður í fangaklefa en tveimur sleppt að lokinni upplýsingatöku.

Innlent

Fagna því að 150 hvalir eru enn á lífi

Svo­kallað hvalagala er haldin á Hvala­safninu á Granda í kvöld. Þar er því fagnað að í sumar fengu 150 hvalir að lifa sem hefðu verið drepnir ef ekki væri fyrir hval­veiði­bann.

Innlent

Apinn Bóbó heiðursgestur í Hveragerði um helgina

Það var mikill fögnuður í Hveragerði í dag þegar apinn Bóbó kom með sendibíl úr Reykjavík til að taka þátt í bæjarhátíðinni “Blómastrandi dagar” um helgina. Hér erum við að tala um arftaka apa, sem margir muna eftir úr Eden.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Al­þýðu­sam­band Ís­lands hefur á­kveðið að hætta við­skiptum við Ís­lands­banka, líkt og VR hefur einnig gert. For­maður VR segir bankann ekki hafa tekið nægi­lega á brotum lykil­manna við sölu á hlut ríkisins í bankanum.

Innlent

Yfir tuttugu sam­tök lýsa þungum á­hyggjum og boða ráð­herra á fund

Yfir tuttugu fé­laga­sam­tök lýsa þungum á­hyggjum af mjög al­var­legri stöðu sem upp sé komin í mál­efnum fólks á flótta, sem vísað hafi verið úr allri þjónustu opin­berra aðila eftir nei­kvæða niður­stöðu um­sóknar um vernd á báðum stjórn­sýslu­stigum. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem sam­tökin boða til sam­ráðs­fundar næst­komandi mánu­dag.

Innlent

Höfða mál á hendur ríkinu vegna út­burðarins

ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn.

Innlent

„Við höfum á­hyggjur af krökkunum“

Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. 

Innlent

„Kross­brá“ þegar krafa Isavia barst í sumar

Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík.

Innlent

Enn engin niður­staða í máli þjónustu­svipts flótta­fólks

Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 

Innlent

„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“

Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar.

Innlent

FIMAK stefnir í gjald­þrot og bærinn reynir að þvinga sam­einingu

Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. 

Innlent

Fyrr­verandi kanslari á­kærður fyrir mein­særi

Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sambandsslit VR og Íslandsbanka, staða umsækjenda um alþjóðlega vernd, skógarhögg í Öskjuhlíð og þátttökuréttur trans kvenna á skákmótum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

„Karl­menn eru tölu­vert betri í skák“

Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. 

Innlent

Löng bíla­röð þegar allir bæjar­búar flúðu gróður­elda

Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár.

Erlent

Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026

Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót.

Erlent