Formúla 1

Schumacher í mun betri stöðu

Fernando Alonso virtist taugaspenntur á blaðamannafundi í gær.
Fernando Alonso virtist taugaspenntur á blaðamannafundi í gær.

Michael Schumacher verður annar á ráslínu, á eftir félaga sínum Felipe Massa hjá Ferrari, þegar ræst verður til leiks í kappakstrinum í Japan í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði aðeins fimmta sæti í tímatökunni og því ljóst að Schumacher er skrefinu á undan í baráttunni um titilinn í ár.

Sem kunnugt er hafa Schumacher og Alonso halað inn jafnmörg stig á tímabilinu í vetur þegar aðeins tvær keppnir eru eftir.

„Vissulega er Schumacher í betri stöðu en við viljum frekar ná árangri í kappakstrinum en tímatökunni. Það eru 53 hringir og allt getur gerst,“ sagði Alonso eftir tímatökurnar.

Spurður um það hvort hann teldi að Massa muni hjálpa Þjóðverjanum í dag svaraði Alonso játandi, en forráðamenn Renault sökuðu Massa um að hindra Alonso í tímatökunni í gær. „Það skemmir alltént ekki fyrir að hafa Massa fyrir framan sig,“ sagði Alonso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×