Formúla 1

Alonso ætlar að auka forskot sitt

Fernando Alonso er nokkuð öruggur með sig þessa dagana
Fernando Alonso er nokkuð öruggur með sig þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist bjartsýnn á að geta aukið forskot sitt í keppni ökuþóra til heimsmeistara um næstu helgi þegar Tyrklandskappaksturinn fer fram. Alonso er telur möguleika Renault góða þar í landi og segir liðið komið á beinu brautina á ný eftir lægð í keppninni í Þýskalandi um daginn.

"Það var nokkur pressa á okkur eftir keppnina í Þýskalandi, en í Ungverjalandi sýndum við að R26 vélin er sannarlega líkleg til afreka. Keppnin í Tyrklandi er ný áskorun, en ég er nokkuð viss um að við munum gera gott mót þar, því brautin í Tyrklandi hentar okkur vel. Michelin mun skaffa okkur góð dekk og því er ekkert annað fyrir okkur en að standa okkur vel. Ég er sem stendur í stöðunni sem allir hinir ökumennirnir vilja vera í - ég er í efsta sæti í stigakeppninni og keppnunum fækkar óðum," sagði Alonso.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×