Formúla 1

Raikkönen tekjuhæstur á næsta ári

NordicPhotos/GettyImages

Þó Michael Schumacher hafi lagt stýrið á hilluna verður tekjuhæsti ökumaðurinn í Formúlu 1 áfram í röðum Ferrari-liðsins. Schumacher er sagður fá yfir 700 milljónir króna á næsta ári þó hann sé hættur að keppa, en arftaki hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, er nú orðinn tekjuhæsti ökumaðurinn.

Raikkönen gekk í raðir Ferrari nú í sumar og hann verður með um 70 milljónir króna á viku og um 3,5 milljarða í heildarlaun ef marka má úttekt svissneska blaðsins Blick. Það vekur þó athygli að tekjur Schumacher skuli vera aðeins litlu lægri en manna á borð við bróður hans Ralf Schumacher og Jenson Button, sem fá rúman milljarð í tekjur. Tekjur heimsmeistarans Fernando Alonso eru sagðar um 2,5 milljarðar en nýliðar á borð við Robert Kubica, Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen fá "aðeins" um 200 milljónir í árslaun.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×