Tónlist

Þrjú þúsund eintök seld

Svandís Þula-minning. Platan hefur selst í tæplega þrjú þúsund eintökum.
Svandís Þula-minning. Platan hefur selst í tæplega þrjú þúsund eintökum.

Platan Svandís Þula - minning hefur selst í tæplega þrjú þúsund eintökum og er því langsöluhæsta platan á þessu ári.

Platan var gefin út til minningar um Svandísi Þulu Ásgeirsdóttur, sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í desember sl., aðeins fimm ára gömul. Átta ára bróðir hennar, Nóni Sær, slasaðist alvarlega í slysinu og rennur allur ágóði af útgáfunni til Nóna Sæs og fjölskyldu.

Tæplega tvö þúsund eintök seldust í forsölu á netinu en aukaupplag af plötunni kom til landsins í síðustu viku og er hún nú fáanleg í verslunum um land allt, m.a á afgreiðslustöðum Póstsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×