Formúla 1

Massa hlakkar til að keyra nýja bílinn

Svona lítur 2007-útgáfan af Ferrari bílnum í formúlu 1 út.
Svona lítur 2007-útgáfan af Ferrari bílnum í formúlu 1 út. MYND/AFP

Felipe Massa, annar ökumaður Ferrari-liðsins í formúlu 1 kappakstrinum á komandi tímabili, er mjög ánægður með hinn nýja bíl Ferrari sem frumsýndur var í gær.

"Bíllinn er mjög fallegur og býr yfir mikið fleiri smáatriðum en forveri sinn frá því í fyrra. Ég sé margar jákvæðar breytingar og er mjög spenntur fyrir að keyra bílinn," sagði Massa.

Massa fór einnig fögrum orðum um sinn nýja félaga - hinn finnska Kimi Raikkonen. "Við hittumst fyrst í síðustu viku og erum því enn að kynnast en hann lítur út fyrir að vera maður sem auðvelt er að vinna með. Hann á erfitt verk fyrir höndum því það getur tekið tíma að byggja upp sjálfstraust hjá nýju liði. Ég býst þó við miklu af honum, hann er frábær ökumaður," sagði Massa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×