Formúla 1

Alonso: Ferrari skrefinu á undan

NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sem nú ekur fyrir McLaren í Formúlu 1, segir að Ferrari sé skrefinu á undan sínum mönnum á síðustu vikunum fyrir fyrstu keppni ársins sem fram fer í Ástralíu þann 18. mars.

Felipe Massa hjá Ferrari var í algjörum sérflokki í lokaprófunum í Barein á dögunum og var áberandi fljótari en þeir Alonso og Hamilton hjá McLaren. "Mér sýnist Ferrari vera komið lengra en önnur lið í prófunum í dag og lið eins og BMW, Renault, Williams og við verðum þar skammt á eftir. Við megum ekki við því að gera nein mistök í fyrstu keppninni í Ástralíu, því það yrði ekki góð byrjun á keppnistímabilinu," sagði tvöfaldur heimsmeistarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×