Formúla 1

Keppti í F1 í Singapúr að nóttu til á næsta ári

Björn Gíslason skrifar
Ástralski ökuþórinn Mark Webber nærri þeim stað í Singapúr þar sem til stendur að halda Formúlu 1 keppni.
Ástralski ökuþórinn Mark Webber nærri þeim stað í Singapúr þar sem til stendur að halda Formúlu 1 keppni. MYND/AP

Keppt verður í Formúlu 1 kappakstri í Singapúr á næsta ári og það að nóttu til. Frá þessu greindu forsvarsmenn kappakstursins í dag. Ekið verður um hafnarsvæðið í Singapúr og búist við að mótið verði í september eða október 2008.

Bernie Ecclestone, yfirmaður Formúlunnar, segist mjög spenntur fyrir keppninni, sérstaklega þar sem hún fari fram um nótt en yfirvöld í Singapúr leggja mikla áherslu á að fyllsta öryggis verði gætt í keppninni.

Samningurinn um Formúlukeppni í Singapúr er til fimm ára með möguleika á fimm ára framlengingu ef vel tekst til. Áhugi er hjá forsvarsmönnum formúlunnar að fjölga mótum úr 17 í 20 á keppnistímabili og hefur þeim nú þegar fjölgað í 19 því gær var samið um að bæta spænsku borginnni Valencia inn á Formúlukortið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×