Golf

Ólafía á eitt högg fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía heldur áfram að spila vel í byrjun golfsumarsins.
Ólafía heldur áfram að spila vel í byrjun golfsumarsins. seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einu höggi á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur er tveimur hringjum af þremur er lokið á Golfbúðarmótinu sem fer fram í Leirunni um helgina.

Mótið er annað stigamót GSÍ mótaraðarinnar þetta sumarið en fyrsta mótið fór fram á Akranesi í lok maímánaðar. Ólafía Þórunn stóð uppi sem sigurvegari þar og getur því unnið tvö fyrstu mótin.

Ólafía Þórunn spilaði á 72 höggum í dag, tveimur höggum betur en í gær, og er því samanlagt á tveimur höggum yfir pari. Guðrún Brá spilaði einnig á 72 höggum í dag og Hafnfirðingurinn eltir Ólafíu eins og skugginn.

Nokkuð langt er niður í þriðja sætið en Saga Traustadóttir er þar á átta höggum yfir pari, fimm höggum á eftir Guðrúnu, og þar af leiðandi sex höggum á eftir Ólafíu.

Alla stöðuna fyrir lokahringinn má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×