Golf

Rory McIlroy for­dæmir falsfrétt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy er einn vinsælasti kylfingur heims og hann er ávallt ofarlega á heimslistanum.
Rory McIlroy er einn vinsælasti kylfingur heims og hann er ávallt ofarlega á heimslistanum. AP/David J. Phillip

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segir ekkert til í þeim fréttum um að hann hafi fengið svakalegt peningatilboð frá forráðamönnum LIV Golf.

Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina.

McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel.

„Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy.

McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims.

„Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy.

„Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy.

„Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×