Fótbolti

Albert byrjaði er AZ datt út úr undan­keppni Meistara­deildar Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert í leiknum í kvöld.
Albert í leiknum í kvöld. Vísir/Twitter-síða AZ Alkmaar

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar er liðið tapaði 2-0 fyrir Dynamo Kyiv í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Albert fór á kostum í síðustu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar og var ein helsta ástæða þess að AZ Alkmaar var yfir höfuð að keppa við Dynamo Kyiví Úkraínu í kvöld. Albert hóf leik dagsins á vinstri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AZ.

Hann náði þó ekki – líkt og aðrir leikmenn hollenska liðsins – að láta ljós sitt skína. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Gerson Rodrigues heimamönnum yfir.

Albert var tekinn af velli á 58. mínútu en AZ komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Kyiv. Það var svo undir lok leiks sem Mykola Shaparenko tryggði sigur Kyiv. Úrslitin þýða að Alkmaar fer nú í undankeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×