Formúla 1

Fer á láni til AlphaTauri

Jón Már Ferro skrifar
Daniel Ricciardo ekur fyrir AlphaTauri til loka þessa tímabils.
Daniel Ricciardo ekur fyrir AlphaTauri til loka þessa tímabils. vísir/Getty Images

Daniel Ricciardo tekur við sem ökuþór AlphaTauri til loka yfirstandandi tímabils í Formúlu eitt. Nyck de Vries fer frá bílaframleiðandanum eftir lélegan árangur á sínu fyrsta tímabili keppni bestu ökuþóra heims.

Ricciardo fer frá Red Bull á láni en Vries hefur verið látinn fara eftir einungis tíu keppnir á sínu fyrsta tímabili í Formúlu eitt.

Vries er í seinasta sæti af öllum ökuþórum á tímabilinu og er annar af tveimur ökuþórum án stiga. Hinn ökuþór AlphaTauri er Yuki Tsunoda en hann hefur staðið sig mun betur og ljóst að bílaframleiðandinn vildi betri árangur frá Vries.

Hinn 34 ára Ricciardo hefur unnið átta keppnir á litríkum ferli sínum. Hann stóð sig vel á æfingu síðastliðin þriðjudag og vonast AlphaTauri eftir góðri frammistöðu á sunnudaginn næsta þegar keppt verður í Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×