Formúla 1

Red Bull sló þrjá­tíu og fimm ára gamalt met McLaren

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Red Bull eru ósigrandi.
Red Bull eru ósigrandi. Mark Thompson/Getty Images

Red Bull er hreinlega óstöðvandi í Formúlu 1 þessi misserin. Með sigri sínum í Ungverjalandi sló Red Bull 35 ára gamalt met McLaren yfir keppnir sigraðar í röð.

Lewis Hamilton hóf keppni dagsins á ráspól en mátti sætta sig við að ljúka leik í 4. sæti. Max Verstappen hjá Red Bull kom, sá og sigraði að venju. Lando Norris hjá McLaren endaði í 2. sæti á meðan Sergio Pérez nældi í bronsið.

Um er að ræða 12. sigur Red Bull í röð og ljóst að önnur lið þurfa að spýta í lófana, og stíga á bensíngjafirnar, ætli þau sér að ógna toppliði Red Bull á komandi árum.

Næsta keppni Formúlu 1 fer fram á SPA-brautinni í Belgíu að viku liðinni, 30. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×