Formúla 1

Þrettándi sigur Red Bull í röð þegar Ver­stappen kom fyrstur í mark í Belgíu

Siggeir Ævarsson skrifar
Max Verstappen hefur verið algjörlega óstöðvandi í ár
Max Verstappen hefur verið algjörlega óstöðvandi í ár Vísir/Getty

Lið Red Bull hefur nú unnið hvert einasta mót á árinu sem og síðasta mót ársins 2022, svo að sigrarnir eru orðnir þrettán í röð. Max Verstappen kom fyrstur í mark þrátt fyrir að hafa misst ráspólinn vegna breytinga á bílnum.

Þetta var áttunda mótið í röð sem Verstappen vinnur, en aðeins einn annar ökumaður í sögunni hefur áður náð þeim árangri að vinna átta mót í röð. Það var Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem endaði á að næla í níu sigra í röð árið 2013 en hann var einmitt einnig ökumaður Red Bull.

Yfirburðir Red Bull í Formúlu 1 hafa verið algjörir í ár og er liðið með meira en tvöfalt fleiri stig en Mercedes sem kemur næst  í baráttunni.

Svipaða sögu er að segja af keppni ökumanna þar sem Verstappen er í algjörum sérflokki, með 314 stig, en næsti maður á blað er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, með 189 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×