Formúla 1

Verstappen kom fyrstur í mark og bætti metið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Max Verstappen fagnaði sínum tíunda sigri í röð í dag.
Max Verstappen fagnaði sínum tíunda sigri í röð í dag. Vísir/Getty

Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fagnaði sigri í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar hann kom fyrstur í mark á Monza. Hann hefur nú unnið tíu keppnir í röð, fleiri en nokkur annar í sögu Formúlu 1.

Verstappen jafnaði met Sebastians Vettel á heimavelli í hollenska kappakstrinum í síðustu viku og því fékk hann tækifæri til að bæta metið í dag. 

Hollendingurinn þurfti þó að hafa fyrir hlutunum í dag því Carlos Sainz á Ferrari byrjaði á ráspól eftir frábærar tímatökur í gær. Sainz barðist hetjulega og hélt Red Bull-bílnum fyrir aftan sig í um tuttugu hringi, en þá sigldi tvöfaldi heimsmeistarinn fram úr honum og vann að lokum nokkuð öruggan sigur.

Það var svo Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen, sem kom annar í mark, tæpum átta sekúndum á eftir Hollendingnum. Sainz varð að lokum þriðji og liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, fjórði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×