Formúla 1

Öku­maður Ferrari þakk­látur lög­reglu eftir ó­hugnan­lega reynslu

Aron Guðmundsson skrifar
Carlos Sainz tryggði sér sæti á verðlaunapalli í Monza kappakstrinum um nýliðna helgi.
Carlos Sainz tryggði sér sæti á verðlaunapalli í Monza kappakstrinum um nýliðna helgi. Vísir/EPA

Car­los Sainz, öku­maður For­múlu 1 liðs Ferrari er þakk­látur lög­reglunni í Mílanó á Ítalíu fyrir skjót við­brögð er þjófar gerðu til­raun til þess að stela úri öku­mannsins.

Greint er frá málinu á vef BBC en þar segir að Sainz, á­samt líf­verði hans, hafi elt uppi þjófana sem höfðu í fórum sínum úr Spán­verjans sem er verð­metið á að minnsta kosti 300 þúsund evrur, því sem jafn­gildir rúmum 43 milljónum ís­lenskra króna.

Skjót við­brögð lög­reglu borgarinnar sáu til þess að það tókst að hafa upp á þjófunum og hefur úrið nú skilað sér aftur til Sainz sem hefur heldur betur átt við­burða­ríka daga undan­farið.

Á laugar­daginn síðast­liðinn vann hann sér inn rás­spól í Monza kapp­akstrinum, á heima­velli Ferrari á Ítalíu, með því að setja hraðasta hring í tíma­tökum.

Í keppninni sjálfri endaði hann svo á verð­launa­palli, kom í mark á eftir Red Bull Ra­cing öku­mönnunum Max Ver­stappen og Sergio Perez eftir mikla bar­áttu við liðs­fé­laga sinn hjá Ferrari, Charles Leclerc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×