Erlent

Fjölda­dauði sela rakinn til H5N1

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þessi sæfíll er á Rey Jorge eyju við Sílesku svæðin á Suðurheimsskautssvæðinu.
Þessi sæfíll er á Rey Jorge eyju við Sílesku svæðin á Suðurheimsskautssvæðinu. Vísir/EPA

Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1.

Vísindamenn vara við því að frekari útbreiðsla veirunnar geti haft verulega skaðleg áhrif á viðkvæm vistkerfi. Fjallað er um dauða selanna á Guardian í dag en Suður-Georgía er á bresku yfirráðasvæði þrátt fyrir að eyjan stað staðsett í Suður-Atlantshafi.

Breskt teymi veirufræðinga hefur staðfest veiruna í hópi sæfíla og loðsela á svæðinu. H5N1 hefur á síðustu misserum dregið fjölda dýra til dauða. Fyrr í janúar var greint frá því að ísbjörn sem fannst dauður í Alaska hefði smitast af veirunni og í desember frá því að tuttugu þúsund sæljóð hefðu drepist vegna veirunnar í Síle og Perú.

Þá segir í frétt Guardian í dag að vísindamenn hafi áður greint frá fjöldadauða sela og að fjöldi sæfíla sýndi einkenni þess að bera fuglaflensu.

Fyrstu þekktu tilfelli H5N1 á landsvæðunum í Suður Íshafi voru greind í október á síðasta ári í kjóum á Fugaleyju [e. Bird Island] nærri Suður-Georgíu. Tveimur mánuðum seinna fundust hundruð sæfíla. Þá hafa einnig verið fleiri dauðsföll meðal loðsela, máfa og kjóa á fleiri stöðum.

Veikir selir

„Það brýtur nærri í manni hjartað að sjá svo marga dauða seli,“ sagði Marco Falchieri, vísindamaður frá Dýra- og plöntuheilbrigðisstofnuninni en hann starfar í inflúensu- og fuglaflensu veirufræðingateymi stofnunarinnar. Hann tók sýni úr dýrunum í Suður-Georgíu. 

Hann segir að fleiri selir hafi sýnt einkenni fuglaflensu. Þeir hafi verði með hósta, nefrennsli, skjálfta og að þeir hafi hrist höfuð sín hægt.

Hann áætlaði að um hundrað selir væru dauðir á eyjunni. Flestir sæfílar sem virðist viðkvæmari en loðselirnir.

„Minn versti ótti er að veiran stökkbreytist og aðlagi sig að spendýrum, við sjáum Það ekki í þessum nýju sýnum en við þurfum að halda áfram að fylgjast með því,“ segir hann líka og að ef það gerðist væri mannfólk í meiri hættu á að smitast.

Þessi mikli fjöldi smita í Suður-Georgíu er talinn endurspegla það sem er að gerast alþjóðlega. Yfirflæði eins og þarna gerist aðeins þegar of margir fuglar eru smitaðir af fuglaflensu og spendýr komast í tæri við drit veikra fugla eða þegar dýrin éta hræ smitaðra fugla.

Ashley Banyard, sem greindi sýnin, segir það þó gott að veiran hafi ekki smitast í aðrar tegundir. Á tíma hafi þau óttast að mörgæsir myndu smitast og deyja en það hafi ekki gerst. Það sé jákvætt en að ef veiran haldi áfram að dreifast um svæðið þá séu viðkvæm vistkerfi í hættu og fjöldi sjófugla og sjávarspendýra í hættu.

Hægt er að kynna sér málið betur á vef Guardian hér.


Tengdar fréttir

Skæðar fugla­flensu­veirur í haferni og æðar­fugli

Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist.

Álftir byrjaðar að drepast

Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir.

Hafa greint skæða fugla­flensu í stokk­önd

Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum.

Í við­bragðs­stöðu með bólu­efni gegn fugla­flensu

Lyfjafyrirtæki telja sig geta framleitt hundruð milljóna skammta af bóluefni gegn fuglaflensu fyrir menn á nokkrum mánuðum ef nýtt afbrigði kemur fram sem getur borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld telja líkurnar á því enn litlar.

Ekkert lát á einkar skæðri fugla­flensu

Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×