Íslenski boltinn

Birkir heim í Þór

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þór tilkynnti félagsskiptin á heimasíðu sinni seint í gærkvöldi.
Þór tilkynnti félagsskiptin á heimasíðu sinni seint í gærkvöldi. thorsport.is

Birkir Heimisson er snúinn aftur heim til Akureyrar og mun leika með liði Þórs í Lengudeild karla í sumar. 

Birkir er uppalinn Akureyringur og Þórsari, afar sparkviss og sigursæll á yngri árum. Hann var seldur til Heerenveen árið 2016, aðeins 16 ára gamall, en náði að koma við sögu í sex leikjum fyrir Þór í næstefstu deild og skora eitt mark áður en hann fór. 

Birkir sneri heim til Íslands árið 2020 og varð Íslandsmeistari með Val. Á fjórum árum lék hann 105 leiki fyrir félagið í öllum keppnum, skoraði 7 mörk og gaf 9 stoðsendingar. 

„Við í stjórn knattspyrnudeildar Þórs erum virkilega stoltir af því að fá Birki aftur heim, hann hefur síðustu fjögur tímabil spilað lykihlutverk með Val í Bestu deild karla og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim árið 2020.

Nú er hins vegar komið að því að hann taki að sér nýtt leiðtogahlutverk hjá sínu uppeldisfélagi. Birki þarf ekki að kynna fyrir neinum Þórsara. Við fengum síðast að njóta krafta hans á vellinum árið 2016, sjálfur var ég í hlutverki fyrirliða inni á vellinum þá og veit því fullvel hvers hann er megnugur og því er ekki að leyna að koma hans ýtir vel undir spenning fyrir komandi sumri“ sagði Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um félagsskipti Birkis. 


Tengdar fréttir

Sigurður Höskuldsson tekur við Þór

Knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Höskuldsson hefur verið ráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Þórs frá Akureyri. Félagið greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni.

Bjarni Guðjón í Val

Fótboltamaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson er genginn í raðir Vals. Hann samdi við félagið út tímabilið 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×