Körfubolti

Góður leikur Tryggva skilaði engu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær spilaði vel í kvöld.
Tryggvi Snær spilaði vel í kvöld. Borja B. Hojas/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik í liði Bilbao sem mátti þola 13 stiga tap gegn Bàsquet Girona í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni, lokatölur 81-68.

Íslenski miðherjinn byrjaði leikinn fyrir Bilbao og stóð sig með prýði. Skoraði hann 10 stig og tók 7 fráköst. Enginn á vellinum tók fleiri fráköst.

Tryggvi Snær hafi vakið mikla athygli nýverið á Spáni vegna heimildarmyndar með hann í aðalhlutverki. Var hún sýnd á Spáni á dögunum.

Það er ljóst að forsýning myndarinnar hafði ekki mikil áhrif á frammistöðu Tryggva og hélt hann áfram að spila vel í kvöld. Bilbao hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar og situr liðið sem stendur í 11. sæti af 18 með 13 sigra og 18 töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×