Innlent

Öskraði af þingpöllunum á dóms­mála­ráð­herra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum.
Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum.

Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu.

Karlmaðurinn heyrist öskra: „You don't have heart“ sem mætti þýða sem „þú ert miskunnarlaus“.

Birgir Ármannsson forseti Alþingis ákvað að gera stutt hlé á þingfundi seint á fjórða tímanum vegna láta á þingpöllum.

Karlmaðurinn var fjarlægður af pallinum af þingvörðum ásamt tveimur til viðbótar sem kölluðu einnig til þingmanna.

„Hælisleitendur gerðu aðsúg, hróp og köll af þingpöllum í upphafi umræðunnar um breytingar á lögum um útlendinga. Í kjölfarið hefur þingfundi verið frestað í nokkrar mínútur enda fólk slegið yfir látunum,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í færslu á Facebook.

Þingfundi hefur verið framhaldið. Sem fyrr segir var Guðrún að mæla fyrir breytingum á lögum um útlendinga sem var afgreitt í ríkisstjórn fyrir tveimur vikum.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×