Enski boltinn

Reiðir Brentford-menn gerðu að­súg að dómaranum sem rak Havertz ekki út af

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rob Jones var ekki vinsæll hjá Brentford-mönnum á laugardaginn.
Rob Jones var ekki vinsæll hjá Brentford-mönnum á laugardaginn. getty/Andrew Kearns

Leikmenn Brentford voru afar ósáttir við Rob Jones, dómara viðureignarinnar gegn Arsenal, og hópuðust að honum í leikmannagöngunum eftir leikinn.

Kai Havertz skoraði sigurmark Skyttanna en Brentford-menn töldu að hann hefði átt að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að láta sig detta í vítateig gestanna.

Nathan Collins var næstur Havertz þegar hann féll í vítateignum og hann gekk harðast fram í mótmælunum eftir leik þar sem Brentford-menn gerðu aðsúg að Jones á leiðinni til búningsklefa. 

Collins sakaði Jones meðal annars um svindl. Dómarinn ræddi við Brentford-menn í leikmannagöngunum og reyndi skýra mál sitt. 

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Brentford muni ekki fá refsingu fyrir framkomu leikmanna liðsins.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Brentford er í 15. sætinu með 26 stig, fimm stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×